Leikskólanefnd

42. fundur 05. nóvember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirfarandi leikskóla:

Marbakka, Urðarhóli og Efstahjalla.

Leikskólanefnd þakkar góðar starfsáætlanir.

2.1310180 - Umsókn um undanþágu fyrr 5. barninu

 Umsóknin uppfyllir ekki kröfur reglugerðar um daggæslu í heimahúsum. Því synjar leikskólanefnd erindinu.

 

3.1310179 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öll tilskilin leyfi berist.

4.1310167 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öll tilskilin leyfi berist.

5.1310169 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öll tilskilin leyfi berist.

6.1310295 - Ósk um að vinna rannsókn

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að sjá niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

7.1309043 - Fundir leikskólastjóra 2013-2014

Fundargerð 3. fundar leikskólastjóra lögð fram.

Rætt um öryggiskröfur í leikskólum.

Heilsuefling í leikskólum, óskað eftir að fá kynningu á desemberfundi.

8.1310270 - Ósk um breytingu á dagsetningum skipulagsdaga í Kópahvoli

Leikskólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Önnur mál.

A: Arnþór Sigurðsson, ítrekar ósk sína um að fá útreikninga um hvað kosti að bjóða upp á grænmetisfæði í leikskólum. Einnig að fá upplýsingar um matarinnkaup í leikskólum, afslætti ofl.
Aðalsteinn Jónsson óskar einnig eftir upplýsingum um önnur innkaup leikskólanna og hvort hægt sé að fá afslætti fyrir stofnanir bæjarins. Ákveðið að óska eftir því að rekstrarstjóri og innkaupafulltrúi mæti á næsta fund nefndarinnar.

B: Arnþór Sigurðsson óskar eftir upplýsingum um fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlun er í vinnslu og verður kynnt nefndinni þegar hún hefur verið samþykkt.

C: Fulltrúi leikskólastjóra lýsti yfir áhyggjum vegna starfsmannamála. Erfitt er að ráða leikskólakennara og leikskólar Kópavogs eru ekki samkeppnisfærir varðandi launakjör.

D: Sigurður Grétarsson óskar eftir útreikningi á því ef skipulagsdagar væru unnir í yfirvinnu. Hvað þyrftu leikskólagjöld að hækka til að koma til móts við þetta.

Fundi slitið - kl. 18:30.