Leikskólanefnd

76. fundur 17. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:20 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

1.1510111 - Starfsáætlanir Urðarhóll

Starfsáætlun leikskólans Urðarhóls lögð fram.

2.1510084 - Starfsáætlanir Kór

Starfsáætlun leikskólans Kórs lögð fram.

3.1510033 - Starfsáætlanir Aðalþing

Starfsáætlun leikskólans Aðalþings lögð fram.

4.1611449 - Óskað eftir leyfi til rannsóknarverkefnis.

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra.

5.1611450 - Leiksskóladeild-sumarlokun leiksskóla 2017.

Leikskólanefnd tekur ákvörðun um að foreldrar og starfsmenn kjósi um tímabil 28. júní til 26. júlí og síðan hinsvegar 10. júlí til og með 4. ágúst 2017. Vegna frágangs og undirbúnings lokar leikskólinn á hádegi 28. júní eða 10. júlí og opnar á hádegi 27.júlí eða 8.ágúst 2017.

6.1107041 - Menntasvið-sameiginlegir skipulagsdagar leik- og grunnskóla.

Leikskólanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu að samræmdum skipulagsdögum. Leikskólanefnd telur nauðsynlegt að setja reglur um meðferð umsókna og skilyrða til að fá breytingu á samþykktum skipulagsdögum.

7.1409239 - Menntasvið-fundir leikskólastjóra

Fundargerð 3. fundar leikskólastjóra lögð fram.
Fundargerð 4. fundar leikskólastjóra lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:20.