Leikskólanefnd

77. fundur 15. desember 2016 kl. 16:30 - 18:30 Leikskólinn Grænatún
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1602817 - Leikskóladeild-áframhald á rannsókn.Útbreiðsla ónæmra baktería hjá leikskólabörnum.

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn á útbreiðslu ónæmra baktería hjá börnum í leikskólum á höfuðbogargarsvæðinu fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra þeirra leikskóla og foreldra þeirra barna sem rannsóknin nær til.

2.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Drög að lýðheilsu lögð fram. Leikskólanefnd óskar eftir kynningu verkefnisstjóra á næsta fundi.

3.1510109 - Starfsáætlanir Sólhvörf

Starfsáætlun leikskólans Sólhvarfa fyrir skólaárið 2016-2017 lögð fram.

4.1510094 - Starfsáætlanir Núpur

Starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2016 - 2017 lögð fram.

5.1510092 - Starfsáætlanir Marbakki

Starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólaárið 2016 - 2017 lögð fram.

6.1510066 - Starfsáætlanir Efstihjalli

Starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2016 - 2017 lögð fram.

7.1510098 - starfsáætlanir Rjúpnahæð

Starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar fyrir skólaárið 2016 - 2017 lögð fram.

8.1611563 - Menntasvið-ráðning, leikskólastjóri Lækur

Ráðning leikskólastjóra leikskólans Læks kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.