Leikskólanefnd

82. fundur 23. maí 2017 kl. 16:30 - 17:45 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.17051382 - Beiðni um breytingu á starfsdegi Furugrundar

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að tilfærsludagur sé 13. mars 2016.

Almenn mál

2.1705786 - Beiðni um breytingu á skipulagsdögum vegna námsferðar

Leikskólanefnd hafnar umsókninni á forsendu ófullnægjandi upplýsinga. Ekki er tekið fram í umsókninni hvaða skipulagsdaga er óskað eftir tilfærslu. Jafnframt vantar undirritað samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

3.17051149 - Beiðni um breytingu á starfsdegi Lækjar

Leikskólanefnd hafnar umsókn um breytingu skipulagsdaga á grundvelli fyrri samþykkta leikskólanefndar um hálfa skipulagsdaga.

Almenn mál

4.1705798 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd hafnar erindinu og málið fært í trúnaðarbók.

Almenn mál

5.1705797 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum.

Fundi slitið - kl. 17:45.