Leikskólanefnd

85. fundur 24. ágúst 2017 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.17082152 - Leikskóladeild-starfsmannamál 2017

Deildarstjóri leikskóladeildar upplýsti fundarmenn um stöðuna í starfsmannamálum í leikskólunum núna í haust.

Almenn mál

2.15082674 - Fundaráætlun leikskólanefndar

Fundaráætlun leikskólanefndar fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram.
Leikskólanefnd samþykkir fundaráætlunina.

Almenn mál

3.1706196 - Leikskóladeild-þróunarsjóður 2017

Umsóknir um syrk úr þróunarsjóði leikskóla lagt fram til úrvinnslu.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu leikskóladeildar um úthlutun styrkja úr þróunarsjóði leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

4.17081674 - Leikskóladeild-Þróunarverkefni með áherslu á málþroska og lestur

Lagt fram til kynningar.
Leikskólanefnd lýsir ánægju sinni með mjög áhugavert verkefni.

Almenn mál

5.1510077 - Starfsáætlanir Fífusalir

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fífusala.

Almenn mál

6.1501685 - Ytra mat á leikskólanum Fífusölum

Lagt fram til kynningar.
Niðurstöður ytra mats leikskólans Fífusala kynntar fyrir nefndarmönnum.

Almenn mál

7.1702339 - Daggæsla-samkomulag um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum

Lagt fram til kynningar.
Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér, og vísar málinu til bæjarráðs.

Almenn mál

8.17051149 - Beiðni um breytingu á skipulagsdegi Lækjar

Leikskólanefnd samþykkir tilfærslu á skipulagsdeginum 20. nóvember til 17. maí í leikskólanum Læk vegna námsferðar erlendis. Leikskólanefnd bendir á að 21. maí er rauður dagur, annar í hvítasunnu.

Fundi slitið - kl. 18:00.