Leikskólanefnd

87. fundur 19. október 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
 • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
 • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Emil Austmann Kristinsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóladeildar
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar leikskólastjóra Marbakka Hólmfríði Sigmarsdóttur fyrir áhugaverða kynningu á starfi leikskólans. Einnig þakkar nefndin fyrir góðar veitingar.

Almenn mál

1.1709742 - Heilsueflingarnámskeið fyrir stjórnendur leikskóla Kópavogs

Dr. Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnir námskeiðið Vellíðan og stjórnun.
Leikskólanefnd þakkar dr. Sólfríði Guðmundsdóttir fyrir greinagóða kynningu á áhugaverðu efni.

Almenn mál

2.1601816 - Menntasvið-Skil skólastiga

Skýrsla vinnuhóps um skil skólastiga lögð fram. Máli frestað frá fyrra fundi.
Leikskólanefnd mælir með að menntasvið vinni framkvæmdaráætlun út frá tillögum sem birtast í skýrslunni. Þegar í stað verði hafin vinna við tilraunaverkefni milli leik- og grunnskóla í einu hverfi bæjarins. Menntasvið upplýsi leikskólanefnd reglulega um verkefnið.

Eftirfarandi bókun lögð fram af Gunnlaugi Ólafssyni og Jóhönnu Heiðdal: "Á sama tíma og fagnað er vel unninni skýrslu starfshópsins, er áréttað að við skipun í starfshópa ber að fara eftir jafnréttisstefnu Kópavogs. Þá þarf að gæta þess að í slíka starfshópa eru skipaðir einstaklingar af báðum kynjum og má hlutfall annars kynsins ekki vera minna en 40%. Ef af einhverjum ástæðum þarf að víkja frá þessu hlutfalli ber að rökstyðja það sérstaklega." Magnús H. Björgvinsson, Helgi H. Ólafsson og Eiríkur Ólafsson taka undir bókunina

Almenn mál

3.1510024 - Starfáætlun leikskólans Álfatúns.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Álfatúns

Almenn mál

4.1412218 - Námsstyrkur fyrir starfsmenn leikskóla Kópavogs.

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

5.1706625 - Menntasvið-fjárhagsáætlun 2018

Kynning og umræður.
Sviðsstjóri menntasvið kynnti megin áherslur í fjárhagsáætlun fyrir leikskóla

Fundi slitið - kl. 18:30.