Leikskólanefnd

90. fundur 25. janúar 2018 kl. 16:30 - 17:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1703834 - Menntasvið-menntun án aðgreiningar

Niðurstöður á úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreininar lögð fram til umræðu. Sjá skýrslu og kynningu á eftirfarandi slóð: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skoli-fyrir-alla/
Deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti niðurstöður skýrslunnar Menntun fyrir alla á Íslandi.

Almenn mál

2.1510084 - Starfsáætlanir Kór

Starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kórs.

Almenn mál

3.1510139 - Skipulagsdagar Austurkór

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdögum fyrir skólaárið 2017-2018
Leikskólanefnd hafnar umsókninni vegna formgalla.

Fundi slitið - kl. 17:45.