Leikskólanefnd

50. fundur 09. september 2014 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá
Kosning formanns og varaformanns

kosinn formaður Eiríkur Ólafsson

kosinn varaformaður Jóhanna Heiðdal

1.1409120 - Kynning fyrir leikskólanefnd 2014

Leikskólafulltrúi kynnti leikskóla og leikskólastarf og sviðsstjóri menntasviðs kynnti sviðið.

2.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun eftirfarandi leikskóla: Álfatún, Kópasteinn, Fífusalir, Arnarsmári, Dalur.

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirfarandi leikskóla með fyrirvara um umsögn foreldra: Baugur, Austurkór.

3.1409043 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á daggæsluheimild Margrétar Daníelsdóttur.

4.1409021 - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Til kynningar.

5.1408071 - Námskeið: Stjúptengsl fyrir fagfólk

Dreift til kynningar.

6.1409119 - Ósk um breytingu skipulagsdaga 23014-2015

Leikskólanefnd samþykkir erindið.
a:Fundartímar leikskólanefndar:
Ákveðið að fundir leikskólanefndar verði annan fimmtudag í mánuði og hefjist kl. 16.30.

b: Fulltrúi leikskólastjóra afhenti formanni bréf frá starfsmönnum og foreldrum í Grænatúni vegna óánægju með ráðningu leikskólastjóra.
Formaður kynnti innihald bréfanna. Leikskólanefnd tekur athugasemdirnar til skoðunar, og vísar bréfunum til bæjarráðs þar sem það er ekki hlutverk leikskólanefndar að hlutast til um ráðningar.

Fundi slitið.