Leikskólanefnd

99. fundur 25. október 2018 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1808771 - Menntasvið-kynning á leikskólamálum

Sviðsstjóri og starfsmenn leikskóladeildar kynna stöðuna á leikskólamálum.
Sviðsstjóri og sérfræðingar á leikskóladeild kynntu rekstur og faglegt starf í leikskólum Kópavogs.

Almenn mál

2.1510156 - Beiðni um flutning á skipulagsdegi leiksólans Kópasteins

Beiðni leikskólans Kópasteins um tilfærslu á skipulagsdegi vegna námsferðar fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina um tilfærslu á skipulagsdegi.

Almenn mál

3.1510083 - Starfsáætlun leikskólans Kópasteins

Starfsáætlun leikskólans Kópasteins fyrir starfsárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kópasteins.

Almenn mál

4.1510024 - Starfáætlun leikskólans Álfatúns

Starfsáætlun leikskólans Álfatúns fyrir starfsárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Álfatúns.

Almenn mál

5.1510161 - Beiðni um flutning á skipulagsdegi leikskólans Núps

Beiðni leikskólans Núps um tilfærslu á skipulagsdegi
vegna námsferðar fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina um tilfærslu á skipulagsdegi.

Almenn mál

6.15062317 - Beiðni um flutning á skipulagsdegi leikskólans Marbakka

Beiðni leikskólans Marbakka um tilfærslu á skipulagsdegi vegna námsferðar fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi.

Almenn mál

7.1810456 - Menntasvið-Fyrirspurn frá fulltrúa leikskólanefndar varðandi leikskólamál

Guðrún Arna, fulltrúi Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn um innritun barna og stöðu starfsmannamála í leikskólunum.
Leikskólanefnd vísar fyrirspurninni til úrvinnslu menntasviðs og felur starfsmönnum sviðsins að taka saman svör við fyrirspurninni og leggja fram á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.