Leikskólanefnd

101. fundur 13. desember 2018 kl. 16:30 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.17081674 - Leikskóladeild-Þróunarverkefni með áherslu á málþroska og lestur

Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur kynnir verkefnið snemmtæk íhlutun í leikskólum Kópavogs.
Leikskólanefnd þakkar Ásthildi Snorradóttir fyrir greinagóða kynningu á afar áhugaverðu verkefni.

Almenn mál

2.1510084 - Starfsáætlun leikskólans Kórs

Starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

3.17082057 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi í Kópavogi.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heima húsi.

Almenn mál

4.1811540 - Beiðni um leyfi til rannsóknar á aðlögunarhæfni stjórnenda

Beiðni um leyfi til að gera rannnsókn á aðlögunarhæfni stjórnenda í leikskólum Kópavogs.
Leikskólanefnd hafnar beiðninni á grundvelli eftirfarandi. Ekki liggur fyrir að verkefnið sé framkvæmanlegt út frá persónuverndarsjónarmiðum. Þá komu fram athugasemdir um hvort rétt væri að framkvæma verkefnið í heimabyggð, stærð þýðis og rekjanleika.

Almenn mál

5.1602817 - Leikskóladeild-áframhald á rannsókn á útbeiðslu ónæmra baktería hjá leikskólabörnum.

Beiðni um framlengingu á leyfi til rannsóknar á útbreðslu ónæmra baktería hjá leikskólabörnum í Kópavaogi.
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina að fengnu leyfi foreldra og leikskólastjóra.

Fundi slitið - kl. 18:15.