Leikskólanefnd

103. fundur 17. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Lagt fram til kynningar
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, kynnti skýrslu um leikskólalóðir og ákvarðanir um forgangsröðun verkefna í samræmi við hana. Leikskólanefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

Almenn mál

2.1711324 - Menntasvið-vinnuteymi leikskólastjórnenda um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram til kynningar
Leikskólanefnd fagnar aðgerðaráætlun til umbóta í starfsumhverfi leikskólanna frá samstarfsteymi leikskólastjórnenda og menntasviðs.

Almenn mál

3.1402501 - Skipulagsdagar Fífusala

Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Fífusala um lokun 24. apríl vegna námsferðar, með hliðsjón af samþykkt foreldraráðs leikskólans.

Almenn mál

4.1510156 - Skipulagsdagar Kópasteinn

Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Kópasteins um lokun 24. apríl vegna námsferðar, með hliðsjón af samþykkt foreldraráðs leikskólans.

Almenn mál

5.1001275 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum

Lagt fram til kynningar
Maríanna Einarsdóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti framkvæmd eftirlits með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi, sem fram fór í lok árs 2018.

Fundi slitið - kl. 18:45.