Leikskólanefnd

109. fundur 15. ágúst 2019 kl. 17:00 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1510042 - Starfsáætlun leikskólans Baugs

Starfsáætlun leikskólans Baugs fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Baugs fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

2.1510045 - Starfsáætlun leikskólans Dals.

Starfsáætlun leikskólans Dals fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Dals fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

3.1510032 - Starfsáætlun leikskólans Austurkórs

Starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

4.1510077 - Starfsáætlun leikskólans Fífusala.

Starfsáætlun leikskólans Fífusala fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fífusala fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

5.1410093 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla

Fulltrúi foreldra Karen Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra leggur til að umræða um sumarlokun leikskóla verði rædd.
Sumarlokun leikskóla rædd út frá mismunandi sjónarhornum og hagsmunum.

Fulltrúi Samfylkingar Guðrún Arna Kristjánsdóttir og fulltrúi Pírata Hákon Helgi Leifsson lögðu fram eftifarandi bókun: "Við leggjum til að málið verði skoðað nánar til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið".

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Bergþóra Þórhallsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson og fulltrúi Framsóknarflokks Sverrir Kári Karlsson lögðu fram eftirfarandi bókun: "Í ljósi jákvæðrar þróunar í starfsmannahaldi og skipulagi leikskóla teljum við ekki tilefni til að hrófla við núverandi fyrirkomulagi um sumarlokanir leikskóla Kópavogs".

Almenn mál

6.1806081 - Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til dagagæslu barna í heimahúsi.

Fundi slitið - kl. 17:30.