Leikskólanefnd

110. fundur 19. september 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar leikskólastjóra Dals Sóleyju Gyðu Jörundsdóttir fyrir áhugaverða kynningu á starfiu. Einnig þakkar nefndin fyrir góðar veitingar.

Almenn mál

1.1410588 - Stefna leikskólans Dals um mál og lestur. Kynning á læsis- og málörvunarverkefninu "Lubbi finnur málbeinið".

Sóley Gyða Jörundsdóttir leikskólastjóri í Dal kynnir læsis- og málörvunarverkefnið Lubbi finnur málbeinið.
Sóley Gyða Jörundsdóttir, leikskólastjóri í Dal, kynnir faglegt starf og rekstur leikskólans. Sonja Margrét Halldórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, kynnir læsis- og málörvunarverkefnið "Lubbi finnur málbein" sem er leiðandi verkefni í faglegu starfi leikskólans.
Stjórnendur leikskólans Dals kynna áhersluþætti leikskólans og innleiðingu læsistefnu hans. Við innleiðinguna er m.a. stuðst við bókina Lubbi finnur málbeinið því hún tengist svo vel læsi og málörvun með ungum börnum.

Almenn mál

2.1510024 - Starfáætlun leikskólans Álfatúns

Starfsáætlun leikskólans Álfatúns fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Álfatúns fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

3.1510075 - Starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku.

Starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

4.1510083 - Starfsáætlun leikskólans Kópasteins.

Starfsáætlun leikskólans Kópasteins fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kópasteins fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

5.1510030 - Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára.

Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

6.1510023 - Starfsáætlun leikskólans Álfaheiðar.

Starfsáætlun leikskólans Álfaheiðar fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Álfaheiðar fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

7.1310179 - Umsókn og endurnýjun á leyfi til daggæslu barna.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi með fyrirvara um að staðfest verði félagsaðild að samtökum dagforeldra eða framvísun á slysatryggingu barna.

Almenn mál

8.1909444 - Leikskólinn Dalur -umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans.

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Dals vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist þetta nýjum verklagsreglum.

Almenn mál

9.1909444 - Leikskólinn Álfaheiði -umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans.

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Álfaheiðar vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist þetta nýjum verklagsreglum.

Fundi slitið - kl. 19:00.