Leikskólanefnd

111. fundur 17. október 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir varamaður
 • Andri Steinn Hilmarsson varamaður
 • Sverrir Kári Karlsson formaður
 • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
 • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
 • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1910318 - Þekkingarmiðlun-Að stjórna í leikskóla

Eyþór Eðvarðsson leiðbeinandi Þekkingarmiðlunar kynnir námskeiðið Að stjórna í leikskóla, sem er námskeið sem Þekkingarmiðlun er að halda fyrir alla deildarstjóra í Kópavogi.
Eyþór Eðvarðsson leiðbeinandi Þekkingarmiðlunar kynnti námskeiðið "Að stjórna í leikskóla" sem er 18 klukkustunda námskeið sem haldið er fyrir alla deildarstjóra leikskóla Kópavogsbæjar.Þökkum fyrir frábæra kynningu á námskeiðinu.

Almenn mál

2.1510098 - Starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar

Starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Rjúpnahæðar fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

3.1510066 - Starfsáætlun leikskólans Efstihjalla

Starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

4.1510033 - Leikskólinn Aðalþing óskar eftir tilfærslu á skipulagsdegi.

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi á skólaárinu 2019-2020
Hafnað með tilvísun í reglur um skipulagsdaga.

Almenn mál

5.1111032 - Umsókn og endurnýjun á leyfi til daggæslu barna.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til dagagæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

6.1202582 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi

Umsókn um leyfi til dagagæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar
Leikskólanefnd óskar eftir frekari gögnum.

Almenn mál

7.1811182 - Menntasvið-skil skólastiga; þróunarverkefni

Áfangaskýrslur tveggja þróunarverkefna á skilum skólastiga sem hlutu styrk frá Kópavogsbæ 218 lagðar fram.
Lagt fram.

Almenn mál

8.1909444 - Leikskólinn Rjúpnahæð - umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans.

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Rjúpnahæðar vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd hafnar beiðninni á forsendum reglna um skipulagsdaga.

Fundi slitið - kl. 19:00.