Leikskólanefnd

29. fundur 21. júní 2012 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1204358 - Tillaga að breyttri gjaldskrá leikskólanna í Kópavogi

Menntasviði falið að samræma tillögur skv. 1-3 liðar í fundargerð leikskólanefndar nr. 29. og leggja umsögn fyrir leikskólanefnd á fyrsta fundi í september.

2.1205609 - Tillaga um að stofnaður verði starfshópur til að fara yfir gjaldskrár og þjónustustig leikskóla Kópa

Menntasviði falið að samræma tillögur skv. 1-3 liðar í fundargerð leikskólanefndar nr. 29. og leggja umsögn fyrir leikskólanefnd á fyrsta fundi í september.

3.1205606 - Tillaga um breytingu á þjónustu leikskóla í Kópavogi

Menntasviði falið að samræma tillögur skv. 1-3 liðar í fundargerð leikskólanefndar nr. 29. og leggja umsögn fyrir leikskólanefnd á fyrsta fundi í september.

4.1006343 - Fundir leikskólastjóra 2011 - 2012

Fundargerð 5. fundar leikskólastjóra lögð fram. Arnþór tekur upp lið 4. undir önnur mál og bendir á að rétt væri að skoða þær aðgerðir sem voru gerðar til að fjölga leikskólakennurum í Kópavogi fyrir hrun, nú þegar betur árar í samfélaginu. Leikskólanefnd tekur undir þessa bókun. Einnig er tekið undir þá skoðun að æskilegt sé að fleiri háskólar útskrifi leikskólakennara.   

  

5.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrá Fífusala og þakkar fyrir góða námskrá.

6.1206329 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið.

Önnur mál

a: Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri kynnti drög að þjónustusamningi við dagforeldra og sameiginlegum reglum dagforeldra og Kópavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldrum sem eru með þjonustusamninga við Kópavogsbæ.
Nefndarmönnum gefinn kostur á að gera athugasemdir og senda daggæslufulltrúa, Emilíu Júlíusdóttur emilia@kopavogur.is Þjónustusamningur og reglurnar verða lagðar fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

b: Fyrirspurn Eiríks Ólafssonar um fjölda barna sem greitt er lægra gjald fyrir í leikskólum Kópavogs.
Svar lagt fram. Þar kemur fram að greitt er lægra gjald fyrir 604 börn af 2012. mnr: 1206474

c: Vinnuhópur vegna úrvinnslu á tilboðum í leikskóla við Austurkór. Vinnuhópurinn mun fara yfir teikningar og tilboð. Frá leikskólanefnd verða Eiríkur Ólafsson og Arnþór Sigurðsson. Leikskólafulltrúi fyrir hönd menntasviðs og Steingrímur Hauksson fyrir hönd umhverfissviðs. Leikskólafulltrúi leiti til leikskólastjóra eftir þörfum.

Fundi slitið - kl. 18:30.