Leikskólanefnd

123. fundur 19. nóvember 2020 kl. 17:00 - 19:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
 • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
 • Sverrir Kári Karlsson formaður
 • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
 • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóladeilldar
Dagskrá

Almenn mál

1.17081674 - Snemmtæk íhlutun - Þróunarverkefni með áherslu á málþroska og lestur

Maríanna Einarsdóttir leikskólaráðgjafi kynnir afrakstur þróunarverkefnisins.
Leikskólanefnd þakkar geinagóða kynningu á frábærri vinnu. Verkefnið sýnir hversu mikilvægt það er að auka þekkingu, færni og öryggi starfsfólks til að tryggja að öll börn fái málörvun við hæfi sem styrkir og eflir málþroska þeirra. Mikilvægt er að gefa þessu málefni gaum og er það hvatning til okkar allra að styðja við verkefni af þessu tagi.

Almenn mál

2.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Farið yfir stöðu og skipulag skólastarfs.
Leikskólanefnd þakkar starfsfólki menntasviðs, stjórnendum, kennurum og starfsfólki leikskóla þeirra framlag í þágu menntunar og velferðar barnanna okkar á þessum sérstöku tímum. Skólasamfélagið hefur tekist á við miklar áskoranir á þessu skólaári við skipulag óhefðbundins starfs með nám og vellíðan barna í leikskólum Kópavogs að leiðarljósi.

Almenn mál

3.2005642 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla

Lagt fram til rýnis og umsagnar.
Málið rætt og frestað til næsta fundar. Menntasviði er falið að útfæra tillögur að leiðum til áframhaldandi skoðunar og rýni þessa máls, sem lagðar verða fyrir næsta fund nefndarinnar.

Almenn mál

4.2011402 - Menntamálastofnun - Ytra mat í leikskólum Dal 2020

Deildarstjóri leikskóladeildar kynnir helstu niðurstöður yta matsins í leikskólanum Dal.
Þökkum fyrir góða kynningu og lýsum ánægju með afrakstur skýrslunnar. Niðurstöður matsins leiðir í ljós að í leikskólanum fer fram mjög gott leikskólastarf þar sem stjórnendur leiða faglegt starf af miklum metnaði. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á góð samskipti allra sem koma að starfinu með hag og vellíðan barna og starfsfólks að leiðarljósi.

Almenn mál

5.1910505 - Starfsáætlun leikskólans Yls fyrir árið 2020-2021.

Starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2020-2021 með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

6.1510030 - Starfsáætlanir Arnarsmári

Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólaárið 2020-2021.

Almenn mál

7.1510032 - Starfsáætlanir Austurkór

Starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2020-2021.

Almenn mál

8.1510075 - Starfsáætlanir Fagrabrekka

Starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir skólaárið 2020-2021.

Almenn mál

9.1510092 - Starfsáætlanir Marbakki

Starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólaárið 2020-2021.
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt á degi íslenskrar tungu. Leikskólanefnd óskar Birtu Harksen leikskólakennara í leikskólanum Urðarhóli til hamingju með íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leikur að bókum og Stafagaldur. Það er mikil hvatning fyrir skólastarf leikskólanna að hafa slíka fyrirmynd í skólasamfélaginu.

Fundi slitið - kl. 19:15.