Leikskólanefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að öll umbeðin gögn hafi borist.
3.1503164 - Leyfi og endurnýjun leyfis
Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.
4.1503122 - Daggæsla-athugasemdir
Leikskólanefnd tekur undir orð lögfræðings, Salvarar Þórisdóttur. Jafnframt beinir nefndin því til daggæslufulltrúa að vinna að því að reglur Kópavogsbæjar um daggæslu í heimahúsum verði skoðaðar m.t.t. þess að koma í veg fyrir álita- og ágreiningsmál.
5.1502195 - Leikskóladeild:Erindi leikskólastjóra með ósk um viðbótar skipulagsdag.
Leikskólastjórar óska eftir að fá áfram sjötta skipulagsdaginn vegna aukinna krafna í leikskólastarfinu. Kosið var í nefndinni. Einn nefndarmaður, Signý Þórðardóttir samþykkir en þrír, Jóhanna Heiðdal, Egill Örn Gunnarsson og Eirikur Ólafsson á móti. Einn nefndarmaður sat hjá. Fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi starfsmanna í leikskólum og áheyrnarfulltrúi óska eftir að bóka eftirfarandi: "Undirrituð harma þessa niðurstöðu og telja hana ekki sýna þann faglega metnað sem leikskólar Kópavogs eru þekktir fyrir. Fækkun um níu starfsmannafundi frá árinu 2008 hefur ekki skilað sér til baka". Leikskólanefnd beinir þeirri ósk til bæjarráðs að leikskólunum verði tryggt viðbótar fjármagn til að halda fundi utan vinnutíma.