Leikskólanefnd

125. fundur 21. janúar 2021 kl. 17:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Sverrir Kári Karlsson formaður
 • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
 • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
 • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
 • Helga Hanna Þorsteinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 10. desember 2020 var samþykkt að vísa áætluninni til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Leikskólanefnd þakkar garðyrkjustjóra, Friðriki Baldurssyni fyrir góða kynningu. Einnig fyrir yfirgripsmikla og faglega aðgerðaráætlun um leiksvæði í Kópavogi. Leikskólanefnd vill leggja áherslu á öryggismál á leiksvæðum bæjarins, að tæki sem þar eru séu vönduð og örugg.

Fundargerðir til staðfestingar

2.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2021. Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd þakkar garðyrkjustjóra, Friðriki Baldurssyni fyrir góða kynningu á stöðu og endurmat leikskólalóðanna fyrri árin 2017-2020.

Leikskólanefnd samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2021 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Almenn mál

3.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Lokaskýrsla lögð fram.
Leikskólanefnd þakkar Önnu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnistjóra innleiðingar Barnasáttmálans fyrir góða kynningu á innleiðingu Barnasáttmála Sameinu þjóðanna í Kópavogi.

Almenn mál

4.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leiksskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskólanna fyrir sumarið 2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Almenn mál

5.1503164 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.
Leikskólannefnd samþykkir beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

6.20051314 - Ytra mat og eftirlit í leikskólum Kóavogs - verkáætlun.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir verkætlun um ytra mat og eftirlit í leikskólum Kópavogs.

Almenn mál

7.1910505 - Athugunarlistar með einka- og þjónustureknum leikskólum.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi.

Fundi slitið.