Leikskólanefnd

126. fundur 18. febrúar 2021 kl. 17:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Sverrir Kári Karlsson formaður
 • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
 • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
 • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóladeilldar
Dagskrá

Almenn mál

1.1911584 - Þróunarstyrkur leikskóla Kópavogs.

Birte Harkesen leikskólakennari í Urðarhóli kynnir verkefnin Leikur að bókum, Stafagaldur og leikmiðaða starfshætti í leikskólum með vefsvæðunum Börn og tónlist.
Leikskólanefnd þakkar Birte Harkesen fyrir góða kynningu á framsæknum verkefnum sem hún hefur verið að vinna að í samstarfi við leikskólann Urðarhól.

Almenn mál

2.2101628 - Verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi

Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar kynnir endurskoðaðar verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

3.2012447 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um aksturþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri.
Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursþjónustu fatlaðra barna á leik- og grunnskólastigi með áorðnum breytingum.

Almenn mál

4.2010555 - Stytting vinnuvikunnar í leikskólum Kópavogs.

Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsráðgjafi menntasviðs, kynnir fyrirkomulag styttingu vinnuviku í leikskólum Kópavogs.
Leikskólanefnd þakkar Hörpu Björgu fyrir mjög góða kynningu.

Bókun:
Ljóst er að þessar breytingar á vinnutilhögun í leikskólum geta haft margs konar áhrif á starfsemi leikskólanna, sérstaklega þegar horft er til annarra breytinga á starfsháttum sem felast í auknum undirbúningstíma leikskólakennara og draga einnig úr viðveru starfsmanna með börnunum. Eðlilegt er við slíkar breytingar að fylgst sé með hvort fullnægjandi þjónusta sé eftir sem áður veitt og að starfsálag sé áfram hæfilegt. Við óskum eftir að leikskóladeild afli frekari upplýsinga frá leikskólunum og kynni niðurstöður fyrir nefndinni sem fyrst. Við teljum brýnt að fylgjast með og tryggja að þjónustustig og starfsaðstæður séu fullnægjandi. Spurningar sem við óskum eftir skýrum svörum við eru eftirfarandi:
Er þjónustustig leikskólanna óbreytt þrátt fyrir styttri vinnutíma?
Hafa myndast göt í vaktaskipulagi leikskólanna þannig að aukið álag lendi á þeim sem eftir eru?
Er styttingin að skila sér í raun ? er starfsfólk færri tíma á vinnustaðnum?
Er stytting vinnuviku foreldra að birtast í styttingu dvalar barna á leikskólum?
Er þörf á að samræma fyrirkomulag í leikskólum hvað varðar útfærslu breytinganna

eða miðla reynslu milli starfseininga til að sníða af vankanta?
Er þörf á frekari aðgerðum til að mæta hugsanlega neikvæðum áhrifum breytinganna?
Bergþóra Þórhallsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson Sjálfstæðisflokki og Sverrir Kári Karlsson Framsóknarflokki.

Almenn mál

5.1909444 - Beiðni um frestun á 6. skipulagsdegi fyrir skólaárið 2020-2021 sem samþykktur var vegna námsferðar erlendis.

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir frestun á 6. skipulagsdegi fyrir skólaárið 2020-2021 sem samþykktur var 19. maí 2020, vegna námsferðar erlendis.

Almenn mál

6.2005642 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla

Lögð fram tillaga að frekari skoðun um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Almenn mál

7.1510094 - Starfsáætlun leikskólans Núps

Starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2020-2021.

Fundi slitið.