Leikskólanefnd

128. fundur 15. apríl 2021 kl. 17:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Sverrir Kári Karlsson formaður
 • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
 • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
 • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
 • Maríanna Guðríður Einarsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2008501 - Viðgerðir og vðhald leikskóla Kórs og Auusturkórs

Ari Sigfússon starfandi deildarstjóri eignardeildar fer yfir stöðu viðgerðar í leikskólunum Kór og Austurkór.
Leikskólanefnd þakkar Ara Sigfússyni kærlega fyrir greinagóða lýsingu á viðgerðum vegna myglu í leikskólunum Kór og Austurkór.

Almenn mál

2.1911584 - Umsókn um þróunarstyrki úr þróunarsjóði leikskóla.

Leikskólastjóri Fögrabrekku og leikskólakennarar í Urðarhóli munu kynna verkefnin sem leikskólarnir eru að sækja um styrki, úr þróunarsjóði leikskóla.
Leikskólanefnd þakkar leikskólunum Fögrabrekku og Urðarhóli fyrir greinagóða og upplýsandi kynningu á verkefnum sínum og samþykkir fyrir sitt leiti beiðnina um styrk úr þróunarsjóð Kópavogs fyrir skólaárið 2021-2022.
Verkefnin eru mjög metnaðarfull og áhugaverð fyrir leikskólastarfið í þessum leikskólum, sem og öðrum leikskólum í Kópavogi.

Almenn mál

3.1911584 - Barnasáttmálinn - réttindaleikskólar UNICEF

Vigdís Guðmundsdóttir upplýsir um hvernig gengur að innleiða réttindaleikskóla UNICEF, sem hlaut styrk úr þróunarsjóð fyrir starfsárið 2020.
Leikskólanefnd þakkar Vigdísi fyrir greinagóða lýsingu á framgangi verkefnisins, sem lýsir vel hvar þetta áhugaverða verkefnið er statt í innleiðingunni. Einnig kom skýrt fram hvert markmiðið með innleiðingu verkefnisins er, þ.e. að gera starfsmenn leikskólanna betur í stakk búið til að gera innihald Barnasáttmálans að rauðum þræði í öllu starfi leikskólans. Það er áhugavert og sennandi að Kópavogsbær verði eitt af fyrstu sveitarfélögum í heiminum til að verða réttindaleikskóli UNICEF

Almenn mál

4.2104309 - Kynning á niðurstöðum foreldrakönnunar leikskóla Kópavogs sem unnin var af Skólapúlsinum.

Vigdís Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi fer yfir niðurstöður foreldrakönnunar sem framkvæmd var í febrúar sl.
Leikskólanefnd þakkar Vigdísi fyrir upplýsandi og greinagóðar niðurstöður úr foreldrakönnun leikskóla Kópavogs sem framkvæmd var í febrúar sl. Áhugavert er að sjá hvað niðurstöðurnar eru jákvæðar þrátt fyrir að takmörkun hefur verið á samskiptum foreldra og starfsmanna leikskólanna vegna COVID.

Almenn mál

5.2010555 - Stytting vinnuvikunnar

Á leikskólanefndarfundi þann 18. febrúar var lögð fram bókun um að leikskóladeild myndi afla gagna um hvernig vinnustytting væri að skila sér til barna og starfsfólks leikskóla.
Fyrirspyrjendur þakka greinagóð svör og óska eftir að fá upplýsingar um tillögur vinnuteymisins um útfærslur vinnutímastyttingarinnar í leikskólum bæjarins þegar þær liggja fyrir.

Fundi slitið.