Leikskólanefnd

138. fundur 17. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.20081068 - Fléttan

Kynning á verkefnum Fléttunnar - samstarf mennta- og velferðarsviðs.
Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri snemmtæks stuðnings og samfelldrar þjónustu kynntu stöðu verkefna í Fléttunni.

Almenn mál

2.20051188 - Menntasvið-Erasmus styrkur - innleiðing Heimsmarkmið Sþ og menntun til sjálfbærni

Kynning á verkefninu.
Vigdís Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir verkefni um mentun til sjálbærni. Þátttakendur í verkefninu eru stjórnendur og kennarar í leik- og grunnskólum Kópavogs. Verkefnið hlaut Erasmus styrk.

Almenn mál

3.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2022 lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2022 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Önnur mál

4.2202630 - Leikskólalóð við leikskólann Læk - bréf frá foreldrafélagi og foreldraráði

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi og foreldraráði leikskólans Lækjar.
Leikskólanefnd ber fullt traust til þess verklags sem lagt er til grundvallar viðhaldi á leikskólalóðum í Kópavogi. Nefndin telur að val verkefna sé bæði vel ígrundað og vandað og þakkar fyrir erindið.

Fundi slitið - kl. 19:00.