Leikskólanefnd

140. fundur 07. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:30 Í Geðræktarhúsi, Kópavogsgerði 8
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
  • Erla Stefanía Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1911584 - Umsóknir um þróunarstyrki úr þróunarsjóði leikskóla.

Tillaga lögð fram um styrkþega úr þróunarsjóði leikskóla.
Leikskólanefnd þakkar metnaðarfullar og góðar umsóknir og samþykkir tillögu að styrkveitingu fyrir sitt leiti, um styrk úr þróunarsjóð Kópavogs fyrir skólaárið 2022-2023.
Verkefnin eru mjög metnaðarfull og áhugaverð fyrir leikskólastarfið í þessum leikskólum, sem og öðrum leikskólum í Kópavogi.

Almenn mál

2.2106195 - Barnasáttmálinn 2021-2024

Vefur um náttúru Kópavos sem opnaður verður á vordögum kynntur.
Lagt fram.

Almenn mál

3.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum.

Ytra eftirlit með leikskólanum Kór lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi.

Almenn mál

4.1909444 - Umsókn um 6. skipulagsdag fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.

Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Urðarhóls um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

5.2204052 - Umsókn Kennarafélags ehf um rekstur leikskólans Aðalþings

Kennaarafélagið ehf sækir um rekstur leikskólans Aðalþings
Leikskólanefnd samþykkir beiðni Kennarafélagsins ehf um rekstur leikskólans Aðalþings með fyrirvara um að tilskylin gögn sem uppfylla skilyrði fylgi umsókninni.

Almenn mál

6.2005642 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla

Lagt fram til umræðu.
Eva Sjöfn Helgadóttir fulltrúi Pírata, Jóhanna Pálsdóttir fulltrúi Viðreisnar og Erla Dóra Magnúsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggja til að Kópavogsbær setji af stað vinnuhóp með það að markmiði að leikskólar bæjarins verði að einhverju marki gjaldfrjálsir og jafni með því rétt allra barna í bænum til menntunar á fyrsta skólastig.

Bergþóra Þórhallsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sverrrir Kári Karlsson fulltrúi Framsóknarflokks styðja við þá vinnu sem fram hefur farið á vegum Menntasviðs varðandi tillöguna og leggja til að henni verði haldið áfram í samstarfi við Velferðarsvið Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:30.