Leikskólanefnd

144. fundur 15. september 2022 kl. 17:00 - 19:00 í leikskólanum Austurkór
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóladeildar
Dagskrá
Harpa Dís Jónsdóttir leikskólastjóri í Austurkór kynnti starfsemi og áherslur í starfi leikskólans. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og veitingar á fundinum.

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Encho Plamenov Stoyanov verkefnastjóri og Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar kynna drög af loftlagsstefnu Kópavogsbæjar og óska eftir umsögn leikskólanefndar.
Leikskólanefnd fagnar tillögunum og lýsir yfir stuðningi á stefnunni og innleiðingu hennar.

Almenn mál

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar kynnir heildarstefnu Kópavosbæjar.
Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar kynnti vinnu við innleiðingu mótunar heildarstefnu Kópavogsbæjar.

Almenn mál

3.2209272 - Fyrirspurn Karenar Rúnarsdóttur áheyrnarfulltrúa SAMLEIK

Lagt fram.
Minnisblað lagt fram um stöðuna á starfsemi leikskóla bæjarins við upphaf nýs skólaárs.

Almenn mál

4.2209392 - Erindi frá Samleik - fyrirkomulag samskipta við foreldra

Fyrirspurn frá Karen Rúnarsdóttur um fyrirkomulag samskipta SAMLEIK við foreldra.
Leikskólanefnd visar málinu til menntasviðs til úrvinnslu.

Almenn mál

5.2204589 - Starfsáætlanir Austurkór 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Austurkórs með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

6.2204667 - Starfsáætlanir Dalur 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Dals fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Dals.

Almenn mál

7.2204679 - Starfsáætlanir Fagrabrekka 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku.

Almenn mál

8.1206392 - Reglur Kópavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldrum

Lagt fram.
Frestað til næsta fundar.

Almenn mál

9.2204074 - Daggæsla-Umsókn og endurnýjun á leyfi. Þjónustusamningar 2021-2023

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

10.2204308 - Erindi frá leikskólastjórum - bætt öryggi barna í leikskólum Kópavogs

Lagt fram.
Leikskólanefnd vísar málinu til menntasviðs.

Almenn mál

11.2209394 - Uppbygging leikskóla sem er framundan

Lagt fram til umræðu.
Rætt var um rekstarform og uppbyggingu á nýjum leikskólum. Leikskólanefnd felur menntasviði að skoða fjölbreytiegt rekstarform leikskóla sem fyrirhugað er að byggja.

Fundi slitið - kl. 19:00.