Leikskólanefnd

145. fundur 20. október 2022 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Matthías Páll Imsland aðalmaður
 • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
 • Hermann Ármannsson aðalmaður
 • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2101369 - Öryggi leiksvæða í Kópavogi.

Lögð fram skýrsla Umhverfissviðs Kópavogs og Miðstöðvar slysavarna barna um öryggi leiksvæða í Kópavogi, dags. 2. maí 2022
Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri kynnti skýrslu Umhverfissviðs Kópavogs og Miðstöðvar barna um öryggi leiksvæða Kópavogs.

Almenn mál

2.1010169 - Umsókn og endurnýjun á leyfi 2006-2020

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

3.1206392 - Reglur Kópavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldrum

Dagforeldrar - kynning á reglum um um dvöl barna barna hjá dagforeldrum og eftirliti.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri leikskóladeildar fóru yfir Reglur Kópavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldrum og hvernig leyfisveitingu, endurnýjun á leyfi og eftirliti er háttað.

Almenn mál

4.1206392 - Endurskoðun á þjónustusamningi við dagforeldra

Þjónustusamningur við dagforeldra lagður fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir breytingar á þjónustusamningi, enda eru þær gerðar í samræmi við Reglur Kóavogsbæjar um dvöl barna hjá dagforeldri.

Almenn mál

5.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Baugur óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2922-2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Baugs um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis,með fyrirvara um samþykki foreldraráðs, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

6.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Núpur óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2922-2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Núps um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

7.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Álfaheiði óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2922-2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Álfaheiðar um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

8.1911516 - Starfsáætlun Waldorfleikskólans Yls

Starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram til samþykkis.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Yls með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

9.2205812 - Starfsáætlanir-Baugur 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Baugs fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram til samþykkis.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Baugs.

Fundi slitið - kl. 18:45.