Leikskólanefnd

147. fundur 08. desember 2022 kl. 17:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Matthías Páll Imsland aðalmaður
 • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
 • Hermann Ármannsson aðalmaður
 • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson aðalmaður
 • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri Leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Álfatún óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2022-2023, vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Álfatúns um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

2.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2022-2023, vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Sólhvarfa um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

3.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram til kynningar.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs og Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar kynntu tillögur og erindisbréf starfshóps um starfsumhverfi leikskóla sem samþykkt var í bæjarráði 8.12. Leikskólanefnd lýsir mikilli ánægju með starfshópinn og erindisbréfið.

Almenn mál

4.2209272 - SAMLEIK-Fyrirspurnir

Lagt fram til umræðu.
Áheyrnarfulltrúi foreldra þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar.

Almenn mál

5.2212257 - Leikskólalóð við Skólatröð

Til umræðu
Kynnt staða mála um byggingu leikskóla við Skólatröð.

Fundi slitið - kl. 18:30.