Leikskólanefnd

51. fundur 09. október 2014 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Dagskrá

1.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir leikskólanna Marbakka, Grænatúns, Fögrubrekku, Furugrundar, Sólhvarfa, Álfaheiði og Austurkórs með fyrirvara um samþykki foreldraráðs, þar sem það skortir.

2.1308011 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna í Kópavogi

Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

3.1010169 - Daggæsla í heimahúsi. Endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

4.1308190 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

5.1410072 - Leikskóladeild-Gæsluvellir sumar 2014

Leikskólanefnd fagnar skýrslu um sumargæsluvelli og óskar eftir að daggæslufulltrúi mæti á næsta fund leikskólanefndar til nánari kynningar á skýrslunni.

6.1409239 - Leikskóladeild-fundir leikskólastjóra 2014-2015.

Fundargerð leikskólastjórafundar lögð fram.

7.1410093 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla

Málið rætt. Leikskólanefnd mælir með óbreyttu fyrirkomulagi varðandi sumarlokun leikskóla.
Önnur mál:
Starfandi leikskólafulltrúi kynnti samstarfsverkefnið ´gengið gegn einelti í Kópavogi´, sem fram fer föstudaginn 7. nóvember með þátttöku leikskóla, grunnskóla og félagsmiðstöðva o.fl. Viðburðurinn tókst mjög vel á síðasta ári og verður með svipuðu sniði í ár.

Rakel Ýr Ísaksen kynnti þróunarverkefni sem leikskólinn Álfaheiði er að taka þátt í og heitir ´Vinátta´. Verkefnið er á vegum Barnaheill og snýst um forvarnir gegn einelti.

Leikskólastjóri leikskólans Urðarhóls ræddi um framkvæmdir við útinámssvæði leik- og grunnskóla á Kópavogstúni. Leikskólanefnd harmar að byggingarsvæði hafi ekki verið girt af áður en framkvæmdir hófust.

Fundi slitið.