Leikskólanefnd

176. fundur 15. janúar 2026 kl. 17:00 - 19:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hannes Þ. Hafstein Þorvaldsson, aðalmaður boðaði forföll og Tinna Rán Sverrisdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hildur María Friðriksdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Erla Stefanía Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Örn Arnarson , sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2601887 - Stafræn skóladagatöl

Sólrún Día Friðriksdóttir, verkefnastjóri í stafrænni þróun, kynnir stafræn skóladagatöl í leik- og grunnskólum Kópavogs.
Leikskólanefnd þakkar Sólrúnu Díu fyrir góða kynningu og fagna því að skóladagatöl leik- og grunnskóla eru aðgengilegri foreldrum.


Gestur vék af fundi 17:20

Gestir

  • Sólrún Día Friðriksdóttir - mæting: 17:00

Almenn mál

2.2212549 - Skemmtilegri leikskólalóðir

Skýrsla um "Skemmtilegar leikskólalóðir" Staða og endurmat á leikskólalóðum 2026. Lögð fram til samþykktar tillaga að framkævmdum fyrir árið 2026.
Leikskólanefnd þakkar fyrir greinagóða skýrslu og samþykkja tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2026.

Almenn mál

3.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Þróun og áhrif Kópavogsmódelsins á starfsumhverfi leikskóla.
Leikskólanefnd telur að Kópavogsmódelið hafi skilað mikilvægum árangri og stuðlað að bættum starfsaðstæðum í leikskólum og betri stöðugleika fyrir barnafjölskyldur í bæjarfélaginu. Betur gengur að manna leikskólana, starfsmannavelta er lág og fleiri börn fá því leikskólapláss sem endurspeglast í því að börn allt niður í 14 mánaða aldur hafa fengið leikskólavist. Ekki hefur þurft að loka deild sökum manneklu og meiri fyrirsjáanleiki er í leikskólastarfinu, þetta er afar góður árangur sem við getum verið afar stolt af.

Gestir

  • Sindri Sveinsson

Fundi slitið - kl. 19:10.