Leikskólanefnd

34. fundur 15. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1204004 - Tölvumál í leikskólum

Ingimar Þ. Friðriksson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogs kynnti starfsemi UT deildar og nýja stefnu Kópavogsbæjar í upplýsingatækni í leikskólum.

Leikskólanefnd þakkar vinnuhópi fyrir góða vinnu og fagnar um leið þessari framsæknu stefnu.

2.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

Leikskólanefnd samþykkir meðfylgjandi reglur. ´

Arnþór Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Eðililegt hefði verið að tekjutengja afsláttarkjör leikskólagjalda í stað þess að veita ákveðnum hópum afslætti óháð tekjum".  Sigurður Grétarsson tekur undir bókunina. Friðrik Friðrksson leggur fram bókun:  "tekjutenging gjalda þarfnast heildarskoðunar en ekki er hægt að samþykkja tekjutengingu á eina tegund gjalda frekar en annarra gjalda".  

3.1301122 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

 

4.1212228 - Austurkór 1, byggingarleyfi

Leikskólanefnd leggur til að nýji leikskólinn í Kórahverfi beri nafnið Austurkór.

5.1301140 - - Hugsum um heilsuna - Beiðni um sð fá að innleiða forprófaða heilsufræðslu til starfsfólks og fjöls

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

6.1301073 - Beiðni um leyfi til rannsóknar sem efla á félagsfærni barna á einhverfurófi

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

Önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:30.