Leikskólanefnd

54. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
 • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
 • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
 • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Egill Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1009047 - Daggæsla. Endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjunina með fyrirvara um að verði sent inn nýtt læknisvottorð og nýja úttekt heilbrigðiseftirlits. Starfsleyfi verði ekki gefið út fyrr en fyrrgreindum atriðum verði fullnægt.

2.1411389 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits.

3.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla.

Formaður kynnti bréf leikskólastjóra. Hann lagði líka fram tillögu um fyrirkomulag skipulagsdaga. Menntasviði falið að leggja fram tillögur um hvernig best er að meta reynslu af fyrirkomulagi skipulagsdaga. Leikskólanefnd samþykkir tillöguna og að leikskólar skili skóladagatali þar sem fram koma lokunardagar fyrir 15. apríl.
Gunnlaugur Ólafsson og Jóhanna Heiðdal leggja fram eftirfarandi bókun: "Kjarni deilunnar um skipulagsdaga er fjöldi lokunardaga. Haft skal að leiðarljósi að skipulagsdagar leikskóla samræmist lokunardögum grunnskóla".

4.1412036 - Leikskóladeild-Tölulegar upplýsingar um leikskóla 2014.

Kynntar og ræddar.

5.1501211 - Leikskóladeild-aukin pósenta í afleysingu á leikskólum.

Leikskólanefnd vísar bréfinu til vinnslu næstu fjárhagsáætlunar og umfjöllunar Menntasviðs. Leikskólanefnd sýnir skilning þeim vanda sem felst í miklum veikindum starfsmanna í leikskólum.

6.1412398 - Leikskóladeild-Ósk um að vinna að rannsókn um heilsustefnu.

Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

Fundi slitið.