Leikskólanefnd

65. fundur 10. desember 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

1.1511676 - Leikskóladeild-sótt um leyfi til rannsókna í leikskólum Kópavogs varðandi eiginleika Kvíðamatskvarða

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að foreldrar og leikskólastjórar samþykki beiðnina.

2.1510092 - Starfsáætlanir Marbakki

Umsögn foreldraráðs
Umsögn foreldraráðs Marbakka lögð fram.

3.1409239 - Menntasvið-fundir leikskólastjóra

Fundargerð þriðja fundar leikskólastjóra fyrir skólárið 2015 - 2016 lögð fram.

4.1410093 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 hefur þegar verið samþykkt og því ekki hægt að breyta fyrirkomulaginu fyrir árið 2016. Leikskólanefnd mun taka málið aftur til umræðu fyrir gerð fjárhagsáætlunar árið 2017. Leikskólanefnd tók ákvörðun um að foreldrar og starfsmenn kjósi um tímabil 1.júlí til 2.ágúst og 8.júlí til 8.ágúst.
Vegna frágangs og undirbúnings lokar leikskólinn á hádegi 1. eða 8.júlí og opnar á hádegi 2. eða 8.ágúst.

5.1511770 - Umsókn um leyfi til rannskóknar er varðar örvun málþroska 3 og 4 ára barna.

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti, með fyrirvara um að foreldrar og leikskólastjóri samþykki beiðnina.

6.1206392 - Menntasvið-dagforeldrar-reglur um daggæslu barna í heimahúsum

Leikskólanefnd samþykkir reglurnar með eftirfarandi breytingu á 31 gr. reglnanna. Í staðinn fyrir "skal svipta" komi "tekur afstöðu til leyfissviptingar".

7.1412218 - Menntasvið-leikskóladeild, styrkir til náms leikskólakennara.

Leikskólanefnd mælir með því að settar verði samræmdar reglur hjá Kópavogsbæ um endurgreiðslur vegna námstengdra styrkja hverskonar og launaðra námsleyfa.
Gunnlaugur Snær Ólafsson og Jóhanna Heiðdal, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í leikskólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun:
" Það ber að fagna nýjum reglum um námsstyrki Kópavogs, þó er ljóst að ekki liggja fyrir skýr skilyrði um endurgreiðslur þeirra fjármuna sem veittir eru standi styrkþegi ekki við gerðan samning. Umræddir fjármunir eru afhentir Kópavogsbæ af bæjarbúum til þess að tryggja þjónustu og er því ekkert eðlilegra en að Kópavogsbær tryggir að umræddir fjármunir nýtist bæjarbúum sem best. Það er í fyrsta lagi óljóst hvort endurgreiðsla sé að nafnvirði eða raunvirði, einnig er óljóst hvort launatengd gjöld séu talin til kostnaðar. Farið er því fram á frekari umfjöllun um málið í Bæjarráði sem fer með fjármálastjórn".

8.1509109 - Móttaka flóttafólks

Sviðsstjóri menntasviðs upplýsti fundarmenn um undirbúning sviðsins fyrir komu flóttafólks til Kópavogs. Leikskólanefnd fagnar góðum undirbúningi menntasviðs vegna komu þess.

Fundi slitið.