Leikskólanefnd

39. fundur 20. júní 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1305111 - Foreldrakönnun 2013

 Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi sagði frá niðurstöðum könnunar meðal foreldra leikskólabarna. Foreldrar eru mjög ánægðir með þjónustu leikskólanna. Góðar ábendingar komu einnig fram. Leikskólanefnd þakkar kynninguna.

2.1305663 - Könnun foreldra hjá dagforeldrum í Kópavogi 2013

María Kristjánsdóttir, daggæsluráðgjafi sagði frá niðurstöðum úr könnun meðal foreldra barna sem dvelja hjá dagforeldrum. Niðurstöður voru mjög jákvæðar. Einnig komu fram gagnlegar ábendingar. María sagði einnig lítillega frá sínu starfi og börnum og dagforeldrum. Maríu þökkuð kynningin.

3.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrá leiksólans Dals og lýsir yfir ánægju með hana.

4.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun eftirfarandi leikskóla og lýsir yfir ánægju með vel unnar starfsáætlanir:

Leikskólinn Fífusalir, Leikskólinn Dalur.

5.1212228 - Austurkór 1, byggingarleyfi

Framkvæmdir eru í samræmi við tímaáætlun um verklok sem er í janúar 2014. 

6.1208797 - Fundir leikskólastjóra 2012-2013

Fundargerð 6. fundar leikskólastjóra lögð fram ásamt tillögum leikskólastjóra um forgangsröðun vegna fjárhagsáætlunar 2014. Arnþór Sigurðsson leggur fram bókun: "Tek undir óskir leikskólastjóra um að auknu fjármagni sé veitt til leikskólanna í batnandi árferði".

Einnig lögð fram fundargerð 7. fundar.

7.1305533 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið

8.1305531 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið

9.1305528 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið

10.1306473 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið með fyrirvara um að öll tilskilin gögn berist.

11.1306427 - Námsferð. Beiðni um að taka tvo samliggjandi skipulagsdaga vegna námsferðar

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

12.1305267 - Ósk um undanþágu vegna starfsdags í leikskólanum Kór

Leikskólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

13.1306183 - Beiðni um þrjá skipulagsdaga

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

14.1306431 - Ósk um að vinna rannsókn

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að niðurstöður verði kynntar.

Fundi slitið - kl. 18:30.