Leikskólanefnd

52. fundur 13. nóvember 2014 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Agnes Jóhannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1410072 - Leikskóladeild-Gæsluvellir sumar 2014

Kynning daggæslufulltrúa á starfsemi þriggja gæsluvalla í Kópavogi sem opnir voru sumarið 2014.
María Kristjánsdóttir, daggæslufulltrúi, kynnti skýrslu sumargæsluvalla sumarið 2014.
Leikskólanefnd þakkar fyrir kynninguna.

2.1411144 - Leikskóladeild-Vinátta/Barnaheill

Kynning á tilraunaverkefni sem Leikskólinn Álfaheiði vinnur að í samstarfi við Barnaheill, og er forvarnaverkefni gegn einelti í leikskólum.
Rakel Ýr isaksen, leikskólakennari í leikskólanum Álfaheiði kynnti tilraunaverkefnið ´vinátta´ sem leikskólinn tekur þátt í.
Leikskólanefnd þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

3.1410323 - Leikskóladeild-Sólblómaleikskólinn Álfaheiði.

Kynning á verkefni sem Leikskólinn Álfaheiði stendur fyrir og snýst um samstarf foreldra, barna og starfsmanna í leikskólanum um að styrkja barn á vegum SOS barnaþorpa í Argentínu.
Elísabet Eyjólfsdóttir, leikskólastjóri leikskólanum Álfaheiði, kynnti styrktarbarnið Lucas, í tengslum við verkefnið Sólblómaleikskólar sem SOS barnaþorp standa fyrir.
Leikskólanefnd þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

4.1310167 - Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

5.1310179 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

6.1410479 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

7.1310169 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
Leikskólanefnd samþykkir umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

8.1410452 - Daggæsla-Umsókn um leyfi

Umsókn um leyfi til daggæslu
Leikskólanefnd samþykkir umsókn um nýtt leyfi til daggæslu barna í Kópavogi.

9.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Námskrá leikskólans Álfaheiði lögð fram til staðfestingar.
Leikskólanefnd staðfestir námskrá leikskólans Álfaheiði. Nefndin þakkar jafnframt fyrir góða og lýsandi námskrá.

10.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Námskrá leikskólans Efstahjalla lögð fram til staðfestingar.
Frestað til næsta fundar.

11.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Starfsáætlun leikskólans Kópahvols lögð fram til staðfestingar
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun leikskólans Kópahvols.

12.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Starfsáætlun leikskólans Aðalþings lögð fram til staðfestingar
Frestað til næsta fundar.

13.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Starfsáætlun heilsuleikskólans Kórs lögð fram til staðfestingar
Frestað til næsta fundar.

14.1409239 - Leikskóladeild-fundir leikskólastjóra 2014-2015.

Fundargerð leikskólastjórafundar lögð fram til kynningar
Fundargerð lögð fram og rædd.

15.1409581 - Leikskóladeild og grunnskóladeild: Verkferlar um öryggi barna.

Svar við fyrirspurn fulltrúa vinstri grænna og félagshyggjufólks í leikskólanefnd og skólanefnd um öryggi á skóla- og leikskólalóðum lagt fram.
Lagt fram og rætt.

Fundi slitið.