Leikskólanefnd

69. fundur 14. apríl 2016 kl. 16:30 Leikskólinn Baugur
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

1.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.

Anna Karen Ásgeirsdóttir, sérkennslufulltrúi leikskólanna, kynnti drög að stefnu í sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum Kópavogs og stuðning við nemendur með sérþarfir. Drög voru lögð fyrir nefndina til umsagnar og ábendinga. Leikskólanefnd fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi beggja skólastiga. Stefnan lýsir þeim vel þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í stuðningi við börn í leik- og grunnskólum í Kópavogi.

2.1604348 - Óskað eftir frestun á grunnskólagöngu.

Beiðni um frestun grunnskólagöngu samþykkt einróma.

3.1604349 - leikskóladeild-rannsókn meðal foreldra

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra þeirra leikskóla sem rannsóknin á að fara fram í.

4.1510782 - Námskrá-Undraland

Námskrá leikskólans Undralands lögð fram. Leikskólanefnd fagnar námskránni.

5.1412036 - Leikskóladeild-Tölulegar upplýsingar um leikskóla

Máli frestað frá síðasta fundi. Lagt fram til umræðu.

Fundi slitið.