Leikskólanefnd

22. fundur 08. nóvember 2011 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
 • Arnþór Sigurðsson formaður
 • Sigurrós Þorgrímsdóttir aðalfulltrúi
 • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
 • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ásdís Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Gunnlaugur Snær Ólafsson varamaður
 • María Kristófersdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1106247 - Starfsáætlun leikskóla 2011-2012

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla:

Rjúpnahæð

Baugur

Kór

2.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrá Kórs.

Fulltrúi leikskólastjóra bendir á að lítill sem enginn tími gefst til vinnslu námskrár sbr. fjárhagsáætlun, en gert er ráð fyrir að allir starfsmenn komi að mótun námskrárinnar. Nefndin tekur undir orð fulltrúa leikskólastjóra. Gunnlaugur Snær Ólafsson leggur áherslu á að aðgerðir bitni ekki á opnunartíma leikskóla. Fulltrúi foreldra og Sigurrós Þorgrímsdóttir taka undir bókun Gunnlaugs.

3.1111053 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

4.1111086 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

5.1111052 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna - Endurnýjun

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

6.1111050 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna - Endurnýjun

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

7.1111031 - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

8.1111032 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

9.1111045 - Umsókn um námsstyrk

Leikskólanefnd frestar afgreiðslu þar til eftir 15. febrúar 2012, þar sem umsóknin barst ekki fyrir tilskilinn tíma, þ.e. 15. september.

10.1111044 - Umsókn um námsstyrk

Leikskólanefnd frestar afgreiðslu þar til eftir 15. febrúar 2012, þar sem umsóknin barst ekki fyrir tilskilinn tíma, þ.e. 15. september.

11.1111042 - Tölulegar upplýsingar úr leikskólum 2011

Lagt fram.

12.1111048 - Ósk leikskólastjóra vegna sumarleyfislokana 2012

Leikskólanefnd samykkir að hver leikskólastjóri geri könnun meðal foreldra fyrir 15. janúar, þar sem foreldum gefst kostur á að velja milli þriggja fjögurra vikna tímabila sem hefjist 2. júlí, 9. júlí, eða 16. júlí. Leikskólanum verði lokað það tímabil sem flestir foreldrar kjósi. Sigurður Grétarsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir og Friðrik Friðriksson óska eftir að sumarlokunarmál verði rædd m.t.t. framtíðar.

13.1110284 - Ósk um tveggja vikna sumarlokun 2012 í stað fjögurra

Leikskólanefnd hafnar erindinu. Í fjárhagáætlun 2011 var samþykkt í bæjarráði að taka aftur upp 4ja vikna sumarlokanir í leikskólum í hagræðingarskyni. Leikskólanefnd gerir sér grein fyrir að 4ra vikna lokun getur komið sér illa fyrir foreldra.

14.1111046 - Álfaheiði - Ósk um breytingu á skipulagsdögum 2012

Frá leikskólanum Álfaheiði. Leikskólanefnd samþykkir erindið.

15.1111043 - Staða næringar barna, matseðla og hreyfingar í leikskólum Kópavogs

Frá formanni stjórnar Samleiks.

Leikskólanefnd vísar erindinu til leikskólafulltrúa, sem svari formanni Samleiks.

16.1111041 - Skýrsla starfsmanna í Kópasteini um námsferð

Lögð fram. Leikskólanefnd þakkar góða skýrslu.

17.1111085 - Skýrsla um námsferð starfsmanna í Efstahjalla 2011

Lögð fram. Leikskólanefnd þakkar góða skýrslu.

18.1006343 - Fundir leikskólastjóra 2011 - 2012

Fundargerð 1. fundar lögð fram.

19.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Lagt fram til kynningar. Fulltrúi foreldra óskar eftir að senda inn athugasemdir. Sendi þær til Önnu Birnu.

Fundi slitið - kl. 18:30.