Leikskólanefnd

45. fundur 18. febrúar 2014 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1308573 - Hvernig er hægt að laða inn fleiri leikskólakennara í leikskóla Kópavogs

Lögð fram greinargerð leikskólafulltrúa um sparnaðaraðgerðir undanfarinna ára. Nefndin er að vinna að því að útfæra og kostnaðargreina ýmsar leiðir. Umræðum frestað til apríl. Fulltrúi leikskólastjóra leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað.

2.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla

Nánari upplýsingar kynntar.

3.1309043 - Fundir leikskólastjóra 2013-2014

Fundargerð 5 fundar leikskólastjóra lögð fram. Umræða.

Einnig erindi leikskólastjóra um samræmda skipulagsdaga í leik- og grunnskólum. Leikskólanefnd breytir ekki ákvörðun bæjarstjórnar fyrir næsta skólaár, en leggur til að málið verði tekið upp að nýju vegna skólaársins 2015-2016.  

4.1402351 - Erindi um sumarlokun 2014

Leikskólastjóri í Austurkór óskar eftir að leikskólinn loki í 2 vikur í sumarleyfi sumarið 2014. Ástæðan er að leikskólinn er nýtekinn til starfa.

Leikskólanefnd samþykkir erindið að því tilskyldu að foreldrar taki 4 vikur samfellt leyfi fyrir börn sín.

5.1402103 - Fækkun barna í leikskólanum

Erindi frá leikskólastjóra í Dal. Erindi Dals frestað til næsta fundar.

6.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrár Sólhvarfa og Marbakka.

Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju með góðar og ítarlegar námskrár.

7.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Starfsáætlun Lækjar staðfest. Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju með góða starfsáætlun.  

8.1402022 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu

Erindið samþykkt

9.1301116 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Umsóknin samþykkt.

10.1402385 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Umsóknin samþykkt

11.1402330 - Sótt um leyfi til að vinna rannsókn meðal leikskólastjórnenda

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

12.14011068 - Ósk um leyfi til að framkvæma rannsókn

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

13.1402170 - Rannsókn á leikskólabörnum

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

14.1402035 - Ósk um breytingu á skipulagsdegi 2015.

Leikskólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

15.1402501 - Ósk um að flytja skipulagsdag

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

Önnur mál.

A: Fulltrúi leikskólastjóra leggur fram eftirfarandi bókun: "Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi lýsi ég þeirri skoðun að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til skoðana/samþykkta leikskólanefndar".

Fundi slitið - kl. 18:30.