Leikskólanefnd

44. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:30 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1308573 - Hvernig er hægt að laða inn fleiri leikskólakennara í leikskóla Kópavogs

Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri fylgdi úr hlaði skýrslu nefndar sem leikskólanefnd skipaði og hafði það hlutverk að leggja fram hugmyndir um leiðir til að fjölga leikskólakennurum í leikskólum Kópavogs. Kópavogur var lengi í fararbroddi varðandi launakjör en nú er samanburður óhagstæður.

Í skýrslunni eru lagðar til ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að bæta kjör leikskólakennara og starfsumhverfi.

Leikskólanefnd hefur verulegar áhyggjur af skorti á leikskólakennurum og að þeir velji að fara til Reykjavíkur, eða fara í önnur störf.

Leikskólanefnd leggur til við bæjarráð að byrjað verði á því að taka upp greiðslur/neysluhlé til starfsmanna leikskóla til að jafna kjör. Aðrar leiðir verði teknar fyrir síðar.  

Leikskólafulltrúa falið að taka saman hvað var skorið niður, hver var staðan 2008 og hver er staðan nú.

Erlu þakkað gott innlegg.

2.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga (skipulagsdaga) leik- og grunnskóla

Lögð fram áætlun menntasviðs um samræmda skipulagsdaga leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2014-2015.

3.1401617 - Ósk um breytingu á skipulagsdögum

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

4.1401303 - Ósk um leyfi til að færa skipulagsdag

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

5.1401629 - Beiðni um breytingu á skipulagsdegi

Leikskólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki foreldra.

6.701026 - Verklagsreglu Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum

Verklagsreglurnar lagðar fram.

7.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir Kórs, Aðalþings og Sólhvarfa.

8.1401585 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd samþykkir leyfið.

A. Formaður sagði frá því að að leikskólinn Austurkór verði formlega opnaður 1. febrúar. Einnig verði opið hús fyrir bæjarbúa.

Fundi slitið - kl. 18:15.