Leikskólanefnd

20. fundur 23. ágúst 2011 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1108220 - Verkfall leikskólakennara

Leikskólanefnd fagnar því að samningar hafi náðst.

2.1104090 - Lausar kennslustofur.

kynntar tillögur að lausum stofum við Rjúpnahæð og Sólhvörf. Leikskólanefnd fagnar því að leikskólarýmum sé fjölgað.

3.1106249 - Starfsemi gæsluleikvalla

Lagðar fram hugmyndir leikskólafulltrúa og daggæslufulltrúa. Unnið verði áfram með tillögurnar og málið tekið upp á næsta fundi.  

4.1108263 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd samþykkir leyfið

5.1106247 - Starfsáætlun leikskóla 2011-2012

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir Dals og Fífusala

6.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Leikskólanefnd ræddi málið og telur mjög mikilvægt að skipulags-starfsdagar séu samræmdir.

7.1107202 - Erindi frá foreldrum í Fögrubrekku

Umbætur sem foreldrar fara fram á hafa nú þegar farið fram.

8.1106087 - Fyrirspurn fulltrúa foreldra í leikskólanefnd varðandi fötluð börn í leikskólum

Lagt fram svar sérkennslufulltrúa leikskóla.

9.1106053 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi 2011

Lögð fram greinargerð leikskólaráðgjafa.

10.1106195 - Að létta starfið í leikskólanum - þróunarverkefni

Leikskólanefnd þakkar góða skýrslu.

11.1106525 - Náms- og kynnisferð leikskólans Fögrubrekku til London

Leikskólanefnd þakkar fyrir góða skýrslu.

12.1006330 - Fundargerðir leikskólastjóra 2010 - 2011

Leikskólanefnd hvetur til að athugað verði með kostnað við þráðlaus net í leikskólana.

13.910466 - Leikskólanefnd, áheyrnarfulltrúar

Tilkynnt um nýjan fulltrúa leikskólastjóra frá 1. september.

Sigrún Hulda Jónsdóttir í Urðarhóli

Margrét Magnúsdóttir í Baugi til vara.

 

Leikskólanefnd þakkar Helgu Jónsdóttur fyrir gott samstarf.  

Fundi slitið - kl. 18:15.