Leikskólastjórar

8. fundur 23. mars 2010 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir Leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1003138 - Ráðningakerfið í SAP

Íva Björnsdóttir, símenntunarfulltrúi, og Helga Kristinsdóttir, frá starfsmannadeild, kynntu ráðningar í gegnum SAP fyrir leikskólastjórum. Farið var í gegnum auglýsinga- og ráðningaferli. Leikskólastjórar eru hvattir til að setja sig í samband við Ívu og Helgu til að fá leiðbeiningu um notkun á kerfinu.

2.1002247 - Kynning á Náttúrustofu

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, umhverfisfulltrúi Kópavogsbæjar, kynnti hugmyndir um náttúrustofur ásamt því að fara yfir umhverfisstefnu Kópavogsbæjar. Kynnti áætlun þar sem gert er ráð fyrir náttúrustofur fyrir alla leik- og grunnskóla Kópavogsbæjar. Allar tillögur um fyrirkomulag, hvað ætti að vera á svæðunum, eru velþegnar, einnig athugasemdir um hvað má betur fara. Hólmfríður mun sjá um að kalla til fulltrúa frá þeim skólum (leik- og grunn) sem eru næstir þeim svæðum sem verið er að skipuleggja hverju sinni.

Rætt um umhverfisátak í skólum og samstarf Landverndar og Kópavogs. Ákveðið var að taka umhverfisumræðuna upp aftur á næsta leikskólastjórafundi, Hólmfríður situr þann fund sem ráðgjafi í umhverfismálum.

3.1003044 - Námskeiðsdagur leikskóla 2011

Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi. Samþykkt að fella niður sameiginlegan námskeiðsdaginn sem átti að vera á vorönn 2011.  

4.1002240 - Tillögur um breytingar á faglegri ársskrýrslu leikskólanna

Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi, fóru yfir algengar athugasemdir sem komið hafa fram við lestur á skýrslunum og hvað má betur fara, varðandi orðalag, framsetningu og uppsetningu ársskýrslu. Leikskólastjórar hvattir til að skila yfirliti, 3-5 línur, yfir það helsta sem var gert á árinu.

Umbótaáætlun byggða á niðurstöðum úr mati þarf að koma fram.

Starfsáætlun ber að skila til leikskólanefndar fyrir 1.september hvers skólaárs, með umsögn foreldraráðs.

5.1001120 - Önnur mál - fundir leikskólastjóra

A: Sigríður Síta Pétursdóttir, kynnti Pedagogista nám, sem er að fara í gang í samstarfi Háskóla Íslands og Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi. Hlutverk pedagogistu er að auka faglega umræðu innan leikskólans og gera starf og nám barnanna sýnilegt, með uppeldisfræðilegum skráningum.

B: Gerður Guðmundusdóttir, fór yfir vinnuferli varðandi sumarstörf í leikskólum næsta sumar. Auka starfsfólk vegna sumarstarfa má ráða í 8 vikur, hver og einn leikskólastjóri hefur frjálsar hendur með hvernig og hvenær þær eru nýttar á sumarleyfistímabilinu. Allar umsóknir vegna sumarstarfa verða að fara í gegnum vef Kópavogsbæjar og sækja um þar.

C: Gerður Guðmundsdóttir, minnti á vinnufund leikskólastjóra þar sem Starfsmannastefna leikskóla Kópavogs verður rædd og útfærð, einnig verða tekin fyrir mál sem varða fjarvistir starfsfólks.

D: Björk Óttarsdóttir, gerði fyrirspurn um hvort ekki væri hægt að ráða aftur saumakonu eins og í fyrra, þar sem það gafst mjög vel. Áhugi er fyrir að fá Dísu aftur. Gerður mun kanna málið.

E: Sesselja Hauksdóttir, fór yfir bréf sem barst frá Umferðaskólanum. Kostnaður við heimsóknir Umferðaskólans fer á hvern leikskóla. Í ljósi sparnaðar og aðhaldsaðgerða er beiðni Umferðaskólans um fræðslu í leikskólunum hafnað. Sesselja mun senda bréf þess efnis.

 

 

Fundi slitið - kl. 11:30.