Lista- og menningarráð

62. fundur 18. ágúst 2016 kl. 17:15 - 18:28 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1505226 - Bæjarlistamaður Kópavogs og heiðurslistamaður Kópavogs

Ráðið fer yfir tímasetningu og umfang viðburðar þegar útnefningar eru tilkynntar. Jafnframt farið yfir tillögu að verkefni bæjarlistamanns.
Útnefning verður 2. september. Ráðið óskar útnefndum einstaklingum til hamingju með heiðurinn.

2.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs

Tillaga forstöðumanns Salarins og tónleikaráðs að úthlutun úr tónleikasjóði sem fjármagnaður verði úr lista- og menningarsjóði skv. fyrri ákvörðun ráðsins.
Ráðið lýsir yfir ánægju með komandi dagskrá í Salnum og þakkar tónleikaráði Salarins fyrir sína aðkomu.

3.16061268 - Umsókn um ferðastyrk fyrir Íslenska kammertríóið

Lagt fram.
Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessari umsókn um ferðastyrk.

4.1510254 - Menningarhús Kópavogs. Umhverfi og lýsing.

Lista- og menningarráð ræðir framhald ályktunar um lýsingu í og við Menningarhús Kópavogs.
Lista- og menningarráð óskar eftir að leitað verði tilboða í hönnun og lýsingu við Menningarhús Kópavogs í samráði við innkaupafulltrúa bæjarins.

5.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin

Til stendur að aðventuhátíðin verði öðru sinni við menningarhúsin í ár. Forstöðumaður Listhúss óskar eftir framlagi úr lista- og menningarsjóði til að efla dagskrá í menningarhúsunum, jólaþorpi og skreyta svæðið.
Lista- og menningarráð telur ánægjulegt að hátíðin verði aftur við Menningarhús Kópavogs. Vel tókst til með hátíðina í fyrra og ráðið vill að hátíðin verði efld enn frekar í ár.

6.1004059 - Barnamenningarhátíð 2017

Forstöðumaður Listhúss óskar eftir framlagi úr lista- og menningarsjóði til að halda barnamenningarhátíð næsta vor,samhliða öðrum barnamenningarhátíðum á höfuðborgarsvæðinu, en ráðgert er að hefja skipulagningu og undirbúning sem fyrst.
Lista- og menningarráð ákveður að halda barnamenningarhátíð samhliða þeirri sem er í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári en sveitarfélögin héldu barnamenningarhátíðir á sama tíma á þessu ári og reyndist það vel.

7.1205551 - Tónlist fyrir alla - list fyrir alla.

Forstöðumaður Listhúss hefur með vitund og vilja formanns ráðsins rætt við Þórunni Björnsdóttur um að taka upp að nýju verkefnið Tónlist fyrir alla eða list fyrir alla, heimsókn grunnskólabarna í Salinn. Rætt um að verkefnið hefjist í október.
Lista- og menningarráð fagnar því að tekin verði fyrstu skrefin í þessa átt í samstarfi við Þórunni Björnsdóttur og mælist til þess að verkefnið verði þróað í átt að list fyrir alla.

8.1008096 - Verkefni, viðburðir og hátíðir næsta vetur og vor.

Óperudagar í Kópavogi voru haldnir að frumkvæði Kópavogsbæjar í fyrsta sinn vorið 2016 og er það í takt við þá þróun og tilraunaverkefni sem eiga sér stað nú á vegum Menningarhúsa bæjarins. Forstöðumaður Listhúss óskar eftir því að ráðið ræði og ákveði hvort halda eigi Óperudögum í Kópavogi áfram, eða fækka eigi viðburðum og einblína á önnur þau verkefni sem ráðist hefur verið í.
Lista- og menningarráð þakkar aðstandendum Óperudaga fyrir góða hátíð í vor en sér sér ekki fært að taka þátt í hátíðinni á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 18:28.