Lista- og menningarráð

26. fundur 20. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.14011071 - Málverkagjöf til Listasafns/Gerðarsafns

Telma Haraldsdóttir sérfræðingur frá Gerðarsafni er viðstödd umfjöllun um þennan lið. Forstöðumaður Gerðarsafns, Guðbjörg Kristjánsdóttir, hafði áður lagt til að málverkagjöfin yrði ekki þegin, þar sem hún samrýmdist ekki stefnu safnsins um kaup á verkum.

Ráðið tekur undir ákvörðun forstöðumanns Gerðarsafns.

2.1006103 - Heiðurslistamaður og bæjarlistamaður Kópavogs.

Umræðu fram haldið.

3.1309588 - Kópavogsdagar 2014

Umræðu fram haldið.

4.1310010 - Styrkbeiðni vegna Punkhátíðar 2014

Afgreiðslu var áður frestað.

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 kr.

5.1311532 - Umsókn um styrk vegna tónleikahalds

Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð 450.000 kr.

6.1311516 - Umsókn um styrk til endurnýjunar á hluta af búningum Skólahljómsveitar Kópavogs

Skólanefnd vísaði málinu aftur til lista- og menningarráðs.

Ráðið getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

7.1104012 - Tillaga um kaup á útsaumuðum skermi eftir Barböru Árnason.

Tillaga Guðbjargar Kristjánsdóttur lögð fram um kaup á útsaumuðum skermi eftir Barböru Árnason á 350.000 kr. Telma Haraldsdóttir sérfræðingur hjá Gerðarsafni situr fundinn undir þessum lið.

Ráðið samþykkir tillögu forstöðumanns Gerðarsafns enda samræmist hún söfnunar - og sýningarstefnu Gerðarsafns.

Fundi slitið - kl. 19:00.