Lista- og menningarráð

51. fundur 19. nóvember 2015 kl. 17:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1411330 - Aðventuhátíð við menningarhúsin

Forstöðumaður Listhúss leggur fram dagskrá hátíðarinnar til kynningar en hátíðin er nú haldin við menningarhúsin í Kópavogi 28. til 29. nóvember. Einnig er dagskrá í Gjábakka og listamenn í Auðbrekku opna vinnustofur sínar.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju með fjölbreytta dagskrá aðventuhátíðar Kópavogs og staðsetningu hennar.

2.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Auglýst hefur verið eftir ljóðum í keppnina, og einnig eftir ljóðum í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Rætt um drög að reglum fyrir keppnina.
Áfram verður unnið að reglum fyrir ljóðasamkeppnina.

3.1502338 - Menningarstyrkir

Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram.
Ráðið leggur til fáeinar breytingar og verða reglurnar svohljóðandi lagðar fram á næsta fundi til endanlegrar samþykktar.

4.1503077 - Umsókn um styrk vegna árlegra tónleika "Mozart við kertaljós" í Kópavogskirkju

Styrkumsókn lögð fram vegna skyndistyrks.
Ráðið ákveður að styrkja tónleikana um 100.000 kr.

5.1510386 - Umsókn um styrk vegna ljósmyndasýningar í Gerðarsafni í janúar 2016

Umsókn um skyndistyrk.
Ráðið sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

6.1509696 - Nafnlausi leikhópurinn: Umsókn um styrk til að semja og sviðssetja leikritið Þinghól

Umsókn sem vísað var frá bæjarráði til lista- og menningarráðs.
Ráðið óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið, kostnaðaráætlun og mögulegan sýningarstað.

7.1509769 - Marteinn Sigurgeirssson. Beiðni um styrk til heimildamyndagerðar um þær konur sem komið hafa að land

Umsókn var vísað til lista- og menningarráðs.
Ráðið beinir því til umsækjenda að hann sendi inn umsókn að nýju til ráðsins þegar auglýst verður eftir styrkumsóknum nú í desember en þær umsóknir sem þá berast verða teknar fyrir í upphafi næsta árs.

Fundi slitið.