Lista- og menningarráð

359. fundur 03. júní 2010 kl. 17:15 - 19:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir fulltrúi á tómstunda- og menningarsviði
Dagskrá

1.1003007 - Málefni Listasafns Kópavogs- Gerðarsafns 2010

Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Listasafns Kópavogs-Gerðasafns kom á fundinn.

Guðbjörg Kristjánsdóttir fór yfir verkefni safnsins sem verið er að vinna með.  Samþykkt er að halda sýningu með verkum Barböru Árnason á árinu 2011 í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli hennar.  Einnig verður sýning í safninu á verkum RAX, Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem útnefndur var heiðurslistamaður bæjarins 2010.

2.1003130 - Málefni Náttúrufræðistofu Kópavogs 2010

Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs kom á fundinn.

Hilmar færði ráðinu ársskýslu Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir árið 2009 og fór yfir verkefni og stöðu safnsins.

Ráðið þakkar Hilmari og Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir gott samstarf.

3.1003006 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2010

Hrafn A. Harðarson forstöðumaður Bókasafns Kópavogs kom á fundinn.

Farið var yfir starfsemi safnsins og verkefnin sem eru á dagskrá á næstunni.  Hrafn sagði frá bóka- og listaverkagjöfum sem safninu hafa borist og munu berast á næstunni.  Von er á gjöf til safnsins frá Einari og Hrefnu Beckmann börnum Wilhelms Beckmann, en fyrirhugað er að bókasafninu berist verk eftir Wilhelm.  Lista- og menningarráð þakkar Hrafni og Bóksafni Kópavogs fyrir gott samstarf.

4.1002031 - Málefni Molans 2010

Sigríður Ævarsdóttir kom á fundinn í stað Andra Þórs Lefever forstöðumanns Molans.

Sigríður sagði frá starfi ungmennahússins og skýrði frá mikilli aukningu í komu fólks í húsið.  Starfsfólk Molans hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á vinnu með ungu og atvinnulausu fólki sem stundar ekki skóla.  Vel hefur verið tekið í það verkefni.  Einnig hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á aðstöðu fyrir unga foreldra.  Skapandi sumarstörf fyrir ungt fólk í Kópavogi verða 43 talsins í sumar.  Þess fyrir utan er húsið opið fyrir alla hópa ungs fólks, ávallt þegar Molinn er opinn.  Lista- og menningarráð þakkar Sigríði, Andra og öðrum starfsmönnum Molans fyrir gott og óeigingjarnt starf. 

5.1006092 - Gjöf til Listasafns Kópavogs.

Lista- og menningarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf. 

6.1001159 - Útilistaverk í Kópavogi

Lista- og menningarráð ítrekar að mikilvægt er að merkja útilistaverk bæjarins. 

7.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs. Nöfn listamanna.

Samþykkt var að finna verðugan stað fyrir nöfn heiðurslistamanna Kópavogs.  Formanni falið að fylgja því eftir og úrvinnsla málsins.

Lista- og menningaráð þakkar starfsmönnum menningarskrifstofu, forstöðumönnum og starfsfólki menningarstofnana Kópavogs fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum. Jafnframt þökkum við þeirra góða starf í þágu menningar og lista í bæjarfélagin. Við óskum þeim farsældar í störfum sínum og einkalífi um ó

Fundi slitið - kl. 19:00.