Lista- og menningarráð

3. fundur 24. maí 2012 kl. 17:00 - 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1205136 - Styrkbeiðni vegna tónleika- og námsferðar til Ítalíu 14.-28. ágúst 2012

Frá nemendum við Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 6. maí, styrkbeiðni vegna tónleika- og námsferðar til Ítalía 14. - 28. ágúst 2012.

Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs

Frá formanni lista- og menningarráðs, stefnumörkun um útnefningu heiðurslistamanns.

Lista- og menningarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.1010095 - Útilistaverk í Hlíðagarði

Útilistaverk í Hlíðagarði var fjarlægt úr garðinum vegna viðgerða í garðinum árið 2004.

Lista- og menningarráð óskar eftir því að útilistaverk, sem sett var í viðgerð árið 2004, verði að nýju sett upp í Hlíðargarði.

4.1205525 - Umsókn um styrk vegna blúsmessu

Frá sóknarpresti Digraneskirkju, dags. 23. maí, umsókn um styrk vegna blúsmessu í Digraneskirkju. Messan er hluti af Jazz- og blúshátíð Kópavogs.

Lista- og menningarráð samþykkir að veita kr. 50.000 til verkefnisins.

5.1205526 - Styrkveitingar vegna lista- og menningarmála

Lista- og menningarráð óskar eftir samantekt yfir styrki til menningarmála sl. 4 ár.

6.1205408 - Skólakór Kársnesskóla. Beiðni um styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri kórakeppni

Frá Þórunni Björnsdóttur, dags. 21. maí, ósk um styrk vegna leigu á Salnum.

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk sem nemur andvirði leigu á Salnum.

7.1105220 - Styrkumsókn. TKTK tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs.

Mál sem var frestað á síðasta fundi ráðsins. Fulltrúar verkefnisins mæta á fundinn.

Eydís Fransdóttir og Hannes Guðrúnarson, fulltrúar tónlistarkennara við Tónlistarskóla Kópavogs, sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir erindinu.

 

Lista- og menningarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

8.1205102 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi

Frá Sigurði Sveinssyni, dags. 19. apríl, óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi. Bæjarráð vísaði erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

Lista- og menningarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að bréfritari mæti á næsta fund ráðsins og geri grein fyrir erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.