Lista- og menningarráð

1. fundur 26. apríl 2012 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá
Karen E. Halldórsdóttir kjörin formaður og Una Björg Einarsdóttir kjörin varaformaður.

1.1204062 - Umsókn um verkefnisstyrk

Lista- og menningarráð getur því miður ekki orðið við þessu erindi.

2.1104011 - Styrkumsókn fyrir danshópinn Raven

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 250.000.

3.1202520 - Umsókn um styrk til tónleikahalds í Kópavogi

Frestað til næsta fundar.

4.1202499 - Umsókn um styrk vegna 5. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Frestað til næsta fundar.

5.1104008 - Kópavogsdagar 2012

Samþykkt að halda áfram með það sem lagt hefur verið upp með.

6.1204305 - 25 ára afmælissýning. Beiðni um að fá að halda vorsýningu skólans í Gerðarsafni í maí 2013

Frestað til næsta fundar og forstöðumaður Gerðarsafns boðaður af því tilefni á þann sama fund.

7.1204310 - Listamenn Norm-X. Umsókn um styrk vegna kaffiveitinga á Kópavogsdögum

Lista- og menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 15.000.

8.1204279 - 17. júní 2012

Formanni falið að hafa samband við frístunda- og forvarnarnefnd um hátíðarhöldin.

9.1202337 - Umsókn um styrk vegna Töfrahurðar 2012 og starfsemi í Töfrahorni

Formaður gerir grein fyrir því að hún hafi hitt forsvarsmann Töfrahurðarinnar um frekara samstarf og ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:00.