Lista- og menningarráð

30. fundur 29. ágúst 2014 kl. 10:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá
Karen E. Halldórsdóttir kjörin formaður nefndarinnar. Auður Cela Sigrúnardóttir kjörni varaformaður.

Ákveðið að fundartímar verði annan og fjórða hvern fimmtudag í mánuði. Klukkan korter yfir fimm.

1.1011281 - Lista- og menningarsjóður og styrkúthlutanir.

Farið yfir stöðu lista- og menningarsjóðs og ákveðið að auglýsa eftir styrkjum fyrir jól þannig að úthlutun geti farið fram í upphafi næsta árs.

2.1407585 - Umsókn um styrk til að ganga á Kilimanjaro

Ráðið sér sér ekki fært að verða við þessari umsókn.

3.1408473 - Sótt um viðburðarstyrk vegna tónleika Djeli Moussa Condé í Salnum

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

4.1408106 - Beiðni um lán á Salnum undir sýningu tælenskra dansara 2. september 2014

Afgreiðslu frestað til að kanna betur ýmis atriði um umsóknina.

5.711089 - Skýrsla Leikfélags Kópavogs.

Skýrsla lögð fram. Ráðið frestar afgreiðslu árlegs styrks þar til það hefur skoðað ársreikning LK.

6.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð í Kópavogi.

Forstöðumaður Listhúss kynnir dagskrá RIFF í Kópavogi sem hefur verið unnin af RIFF í góðu samráði og samstarfi við forstöðumenn menningarhúsa bæjarins.

7.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör 2011.

Farið yfir hugmyndir að öflugri hátíð. Nánari hugmyndir verða útfærðar á næsta fundi.

Fundi slitið.