Lista- og menningarráð

12. fundur 31. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Sigrún Skaftadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.907066 - Bókasafn Kópavogs

Bæjarbókavörður, Hrafn Andrés Harðarson, fór yfir sögu og starfsemi Bókasafns Kópavogs. Safnið á 60 ára afmæli í mars.

Lista- og menningarráð þakkar bæjarbókaverði fyrir góða kynningu. Ráðið leggur til að bæjarráð taki þátt í kostnaði hátíðarhalda vegna 60 ára afmælis Bókasafns Kópavogs ásamt lista- og menningarráði.

Lista- og menningarráð hefur áhuga á því að endurvekja starfshóp sem fjalla eigi um framtíðarsýn um Bókasafn í Kópavogi.

2.1011281 - Styrkúthlutanir.

Um fjörutíu umsóknir bárust og voru þær lagðar fram á fundinum.

3.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Rætt um möguleikana á því að hátíðin verði veglegri í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 19:00.