Lista- og menningarráð

17. fundur 03. júlí 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1205367 - Markaðsstofa Kópavogs

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, kynnti verkefni markaðsstofunnar.

Lista- og menningarráð þakkar framkvæmdastjóra markaðsstofunnar fyrir komuna og upplýsingarnar.

2.1004059 - Samningur við Pamelu de Sensi um Ormadaga.

Kostnaðaráætlun fyrir næstu þrjú árin lögð fram.

Ráðið fellst á að gera samning til þriggja ára upp á 1,5 milljónir króna ár hvert og að fela lögmanni Kópavogsbæjar að gera drög að samningi við Pamelu de Sensi.

3.1305725 - Boð á menningarhátíð (Grenzüberschreitungen) í Bonn í október 2013

Lagt fram til kynninar.

4.1306147 - Umsókn um styrk vegna tónleikaferðar haustið 2013

Ráðið sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

5.1305492 - Beiðni um styrk vegna afrískrar menningarhátíðar 12. október 2013

Ráðið sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

6.1305566 - Umsókn um rekstrarstyrk 2013

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 180.000.

7.1304560 - Beiðni um styrk fyrir "Gljúfrabúa" vegna þátttöku í þjóðlagahátíðum í Tékklandi

Lista- og menningarráð vísar þessu aftur til bæjarráðs með vísan í síðustu málsgrein blaðsíðu tvö.

8.1206421 - Náttúrufræðistofa Kópavogs 2010.

Ársskýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs lögð fram.

Lista - og menningarráð þakkar greinargóða ársskýrslu og lýsir yfir ánægju með störf Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:00.