"Undirritaður leggur til að öll listaverk í eigu bæjarins verði sett til miðlunar á netið.
Greinargerð.
Listaverkaeign bæjarins er talsverð en hún er að hluta til lokuð inn í geymslum. Líklegt má telja að flestar upplýsingar séu til eins og safnalög gera ráð fyrir um stærð, lögun og efni ásamt ljósmyndum. Hægur leikur væri að hlaða þessum myndum inn á netið, jafnvel mætti hugsa sér þetta sem sumarstarf fyrir ungmenni næsta sumar.
Pétur Ólafsson"
Rannveig Ásgeirsdóttir tekur undir tillögu Péturs Ólafssonar
Bæjarráð vísar tillögunni til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.
Ráðið fer yfir tillöguna en frestar ákvörðun til næsta fundar.