Lista- og menningarráð

18. fundur 05. september 2013 kl. 16:15 - 17:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1212253 - Ljóðasamkeppni grunnskólanna 2014

Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi mætti og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um ljóðahátíð.

Lista- og menningarráð þakkar Hafsteini Karlssyni fyrir að hafa komið og gert grein fyrir sínum góðu hugmyndum. Ráðið hyggst vinna áfram með þær nú strax í vetur.

2.1104008 - Kópavogsdagar 2014

Lista- og menningaráð ætlar að beita sér fyrir því að efla Kópavogsdaga. Ákveðið að halda þá fjóra daga næsta vor með þéttri og öflugri dagskrá. Auglýst verði eftir listamönnum á næstu vikum til að vera með atriði á hátíðinni. Stefnt að því að vera í nánu samstarfi við Markaðsstofu Kópavogs og þar með fyrirtækin í bænum um útfærslu á menningardögunum.

3.1011281 - Næsta úthlutun styrkja

Ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki á næstu vikum.

4.1204305 - 25 ára afmælissýning. Beiðni um að fá að halda vorsýningu skólans í Gerðarsafni í maí 2013

Drög að samningi lögð fram.

Lista- og menningarráð lýsir yfir mikilli ánægju með samkomulag Listaháskóla Íslands og Kópavogsbæjar. Það er til þess að fallið að auka veg Gerðarsafns og Kópavogsbæjar en um leið er verið að styðja unga og efnilega listamenn.

Fundi slitið - kl. 17:30.