Lista- og menningarráð

63. fundur 06. október 2016 kl. 17:00 - 18:50 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1205367 - Markaðsstofa - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, kynnir verkefni markaðsstofunnar.
Lista- og menningarráð þakkar framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs fyrir kynninguna á verkefnum sínum.

2.16091059 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ráðið ákveður verðlaunafé í ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör og Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Ljóðasamkeppnin verður auglýst bráðlega og frestur til að senda inn ljóð rennur út 12. desember. Í dómnefnd sitja: Bjarni Bjarnason, Anton Helgi Jónsson, tilnefndur af Rithöfundarsambandi Íslands og Ásdís Óladóttir. Ljóðahátíðin fer venju samkvæmt fram 21. janúar.
Lista- og menningarráð ákveður að veita samtals 600.000 kr í verðlaun í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör. Verðlaunaféð skiptist þannig að 300.000 kr. verði veittar fyrir fyrsta sætið, 200.000 kr. fyrir annað sætið og 100.000 kr. fyrir þriðja sætið. Jafnframt verði 10.000 kr. veittar í verðlaun fyrir fyrsta sætið í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs, 10.000 kr. fyrir annað sætið og 10.000 kr. fyrir þriðja sætið. Jafnframt ákveður ráðið að veita auknu fjármagni í hátíðina sjálfa.

3.1609037 - Umsókn um styrk til heildarútgáfu ljóða Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

4.1607280 - Umsókn um styrk vegna fyrirhugaðs tónleikahalds

Lagt fram.
Lista- og menningarráð vísar umsókninni til tónleikaráðs Salarins til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.1601018 - Cycle - 2016

Sjórnendur CYCLE, Guðný Guðmundsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir, kynna hátíðina og dagskrána framundan. Hátíðin fer fram í Menningarhúsum Kópavogs dagana 27. til 30. október en sýning hátíðarinnar í Gerðarsafni stendur yfir til 18. desember.
Lista- og menningarráð þakkar stjórnendum CYCLE fyrir kynninguna og metnaðarfulla dagskrá en þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram í Kópavogi.

6.1512494 - Framtíð Tónlistarsafns Íslands

Gögn, sem áður hafa verið kynnt í bæjarráði, lögð fram til kynningar.

7.1502338 - Menningarstyrkir

Auglýsa þarf bráðlega umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði fyrir næsta ár. Skv. reglum sjóðsins getur stjórn sjóðsins ákveðið sérstakar áherslur við styrkúthlutun og þyrfti að ákveða það áður en auglýst er.
Lista- og menningarráð staðfestir að auglýst verði sem fyrst eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði fyrir verkefni á komandi ári. Ekki verði að þessu sinni óskað eftir sérstökum áherslum í styrkumsóknum eins og heimild er fyrir í reglum sjóðsins.

8.16091096 - Umsókn um styrk vegna 60 ára afmælis LK til að setja upp barnaleikrit.

Lagt fram.
Í fjórða lið fyrstu málsgreinar rekstrar- og samstarfssamnings LK og Kópavogsbæjar, frá árinu 2007, er kveðið á um að LK sinni leiklistarstarfi barna í Kópavogi. Telur lista- og menningarráð að umsóknin falli undir það ákvæði og getur því ekki orðið við erindinu um frekari styrk.

Fundi slitið - kl. 18:50.